Hofsá í Vopnafirði á aðalupptök sín á heiðarsvæði sunnan Fossdals. Í hana fellur meðal annars afrennsli Sænautavatns, sem er í 67 km. fjarlægð frá sjó. Hofsá fellur í Vopnafjörð skammt innan við kaupstaðinn. Þetta er fornfræg veiðiá og halda þeir sem þar komast einu sinni að yfirleitt mikilli tryggð við ána. Ýmsar ár og lækir falla í Hofsána. Mest af þeim er Sunnudalsá, sem fellur frá hægri í aðalána, fremur neðarlega. Þar hefur ætíð verið nokkur laxveiði. Samanlagt vatnasvið ánna er 1100 km². Veitt er í 2-3 daga í senn. Meðalveiði síðustu 10 árin er um 900 laxar.
Góður gangur í Selá og Hofsá – báðar komnar yfir 1100 laxa
Veiðin í Hosá og Selá í Vopnafirði hefur verið góð það sem af er sumri og árnar komnar báðar yfir 1100 laxa. Guðmundur Jörundsson er við veiðar í Hofsá og