Arnarvatnsheiði – sunnan

Vesturland
Eigandi myndar: arnarvatnsheidi.is
Calendar

Veiðitímabil

10 júní – 20 september

Bait

Leyfilegt agn

Fluga, Maðkur, Spúnn
Stop

Kvóti

Ótakmarkað

Gistimöguleikar

Veiðihús, Annað
Information

Leiðsögn

ekki í boði
Accessibility

Aðgengi

Fyrir byrjendur, Fjölskylduvænt, Þarfnast leyfi, Breyttir jeppar
Dollar

Verðbil

heill dagur

10000 kr. – 10000 kr.

Tegundir

Veiðin

Stangveiði á Arnarvatnsheiði hefur svo sannarlega átt vaxandi vinsældum að fagna hin síðari ár og margir tekið ástfóstri við þetta vatnasvæði. Vötnin á heiðinni eru fjölmörg og fjölbreytileg og þrátt fyrir alla nútímatækni, t.d. með bættum samgöngum, má segja að enn séu ókönnuð svæði víða á heiðinni. Í vötnunum á Arnarvatnsheiði er bæði urriði og bleikja og sömu tegundir má finna í ám og lækjum. Almennt er stærð bleikjunnar í vötnunum 1 – 3 pund en urriðinn er 2 – 5 pund. Silungurinn á heiðinni þykir afbragðs matfiskur enda nóg æti fyrir hann, aðallega mývargur. Hann ber að varast, því flugan virðist fara í manngreinarálit. Sumir veiðimenn verða vart varir við flugu en aðrir eru útstungnir og bólgnir eftir veruna á heiðinni.

Gisting & aðstaða

Veiðihús

Veiðifélag Arnarvatnsheiðar leigir út eftirfarandi gistimöguleika:

Veiðihús við Arnarvatn Litla

Úlfvatnskáli

Veiðihús við Úlfsvatn (8 manna)

Veiðihús við Úlfsvatn (4 manna)

Álftakrókur

Húsin eiga að vera tilbúin fyrir næsta gest kl. 17 á brottfarardegi og þá fara skipti fram að öllu jöfnu en kjósi menn að fara fyrr getur sá næsti að sjálfsögðu sest fyrr að.

Lyklar eru afhentir mönnum í veitingarhúsinu við Hraunfossa. Millifæri menn fyrir veiðileyfi og húsaleigu verða þeir að sýna kvittun til að fá lyklana afhenta.

Aðrir gistimöguleikar

Gisting í leitarmannaskálunum kostar 3800 kr. á mann og verð fyrir hest er 250 kr. Ef menn vilja láta taka skálann frá fyrir sig þá þarf að borga sem nemur 12 gistirýmum 45.600 kr.

Veiðireglur

Ekki eru seldir hálfir dagar, þ.e.a.s veiðileyfi skiptist ekki milli daga. Hvert leyfi er bundið dagsetningu, samtals 24 klst. Skýrt skal tekið fram að hvert veiðileyfi gildir aðeins fyrir eina stöng, svokölluð „letingjaveiði“ er ekki heimil.

  • Vinsamlega akið ekki utan merktra eða troðinna slóða.
  • Takið allt rusl með til byggða og gangið vel um tjaldstæði og vatnsbakka.
  • SKYLT er veiðimanni að bera veiðileyfi á sér við veiðar og sýna það veiðiverði óski hann þess.
  • Séu hundar með í för skal hafa þá í bandi, lausir hundar verða ekki liðnir.

Eingöngu er leyfð fluguveiði í Refsveinu og Stóralóni og þar skal öllum fiski sleppt

ATH. Stranglega er bannað að vera með skotvopn á veiðisvæðinu! Torfærumótorhjól og fjórhjól eru ekki vel séð.

Kort og leiðarlýsingar

Eftirfarandi vötn tilheyra Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar (sunnanverðrar):

Stóralón, Arnarvatn litla, Arfavötnin tvö, Ólafsvatn, Veiðitjörn, Leggjabrjótstjarnir, Mordísarvatn, Krummavatn, Jónsvatn, Krókavatn, Núpatjörn, Þorgeirsvatn, Þorvaldsvötn, Hlíðarvatn, Þórhallarlón, Strípalón, Hávaðavötn, Úlfsvatn, Grunnuvötn, Syðra-Kvíslavatn, Gunnarssonavatn, Djúpalón, Álftavötn, Kaldalón og Nautavatn.

Félagið nær einnig til allra fiskgengra áa og lækja, sem í fyrrgreind vötn falla eða tengja þau saman, svo til þeirra vatna og tjarna þar sem fiskur er eða fiskirækt er möguleg í á félagssvæðinu.

Menn athugi að til að þess komast á sunnanverða Arnarvatnsheiði þarf annað hvort að fara yfir vað á Norðlingafljóti,  sem einungis er fært jeppum, eða yfir brú sem var tekin í notkun árið 2019. Ef farið er yfir brúna er torfært að Úlfsvatni (og því svæði) þannig að mönnum er bent á að vera á góðum jeppum ef þeir ætla að fara þá leið. Auðveldara er að komast áfram norður og í vötn eins og Núpatjörn.

Vesturhluti veiðisvæðis: Kort     Austurhluti veiðisvæðis: Kort

Þjónusta í nágrenninu

Fjarðlægð til bæja

Borgarnes: 97 km, Reykjavík: 160 km, Selfoss: 202 km og Akureyri: 343 km

Áhugaverðir staðir

Barnafoss og Hraunfossar, Húsafell, Víðgelmir og Surtshellir.

Veiðileyfi og upplýsingar

Daglegur veiðitími

24 klukkustundir

Staðsetning

Vesturland

Vinsælar flugur


Fréttir af veiði Arnarvatnsheiði – sunnan

Fish Partner tekur við Arnarvatnsheiði

Fish Partner og Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hafa gert með sér samning þess efnis að hið fyrrnefnda taki að sér sölu veiðileyfa á þessu margrómaða svæði, en óhætt er að segja að

Lesa meira »

Guttinn fór á kostum í veiðinni

Silungsveiðin hefur víða gengið mjög vel og margir fóru til veiða um helgina og fiskarnir virðast vel haldnir og vænir. „Mjög góð veiði er á Arnarvatnsheiðinni og fallegir fiskar að

Lesa meira »

Alltaf gaman á Arnarvatnsheiði

Silungsveiðin hefur víða gengið vel eins og Skagaheiði og Arnarvatnsheiði. Fínir fiskar og flott veiði. Smærri fiska má samt finna víða í vötnum eins og Hreðavatni og Langavatni. En fjölskyldur

Lesa meira »
Shopping Basket