Sigga Jökla

Jökla komin í 800 laxa – góður gangur víða á Austurlandi

„Jökla var að detta í 800 laxa og það var verið að landa fiski númer 800, já það er komið yfirfall,“ sagði Þröstur Elliðason við Jöklu í gær og bætti við; „Breiðdalsá er komin í 75 laxa.“ Veiðin á austurhluta landsins hefur verið í fínu lagi, flestar ár að bæta sig verulega á milli ára.

Góður gangur hefur verið í Hofsá og Selá eins og við sögðum frá um helgina, báðar komnar vel yfir 1100 laxa sem er bara flott veiði. Svalbarðsá búin að bæta sig um helming á milli ára og komnir 370 laxar, það sama má segja um Miðfjarðará í Bakkaflóa.

Ljósmynd/Sigríður Eiríksdóttir með lax úr Skipalá ÞE

Veiðar · Lesa meira

Einn úr Gljúfurá

Enn einn lax í Gljúfurá

„Við fjölskyldan förum árlega í Gljúfurá í Borgarfirði og höfum gert í nokkur ár. Alltaf jafn æðislegt. Margir fjölskyldumeðlimir hafa fengið sinn maríulax hér,“ segir Egill Orri Guðmundsson 11 ára en hér er hann með fallega hrygnu úr staðnum Fjallgirðing.  „Ég hélt fyrst að þetta væri bara lítill urriði og dróg bara hratt inn en svo þegar hann kom nær þá var hann alveg vitlaus og rauk út aftur. Þá sá ég að þetta var lax,“ sagði Egill Orri.
Egill tók þennan lax á maðk en ætlar aò æfa fluguköstin í þessari ferð. Vonandi nær hann sínum fyrsta lax á flugu en pabbi hans, Guðmundur Björnsson, er að æfa drenginn í köstum.

Egill Orri með maríulaxinn sinn úr Gljúfurá í Borgarfirði. Áin hefur gefið 233 laxa.

Veiðar · Lesa meira

Tveir tappar

Veiðin er bara svo skemmtileg

„Já ég er búinn að veiða mikið í sumar og fá marga fiska, bæði laxa og silunga,“ sagði Patrekur Ingvarsson sem er ungur veiðimaður með mikla veiðidellu á Selfossi  og notar hverja stund sem gefur til að veiða eða afgreiða í veiðibúðinni hjá Axeli frænda.

„Veiðin er svo skemmtileg en ég er búinn að fá átta laxa í sumar og helling af silungi. Veiðisumarið er alls ekki búið hjá mér á eftir að veiða eitthvað meira en skólinn er byrjaður og maður verður að mæta i hann,“ segir ungi veiðimaðurinn og þýtur upp, þarf að afgreiða viðskiptavin og ræða eins við hann um veiði, hvert hann sé að fara osfrv. Þetta hlýtur að vera toppurinn í veiðimennsku, verandi ungur með vaxandi veiðidellu, vinna í veiðibúðinni talandi um veiði og veiða svo flotta fiska.

Darri og Patrekur Ingvarssynir við Hraunsá fyrr í sumar

Veiðar · Lesa meira

Hítará

Affallið komið í 600 laxa – þetta var frábær veiðitúr

„Við vorum að koma úr Affalinu og fengum flotta veiði, það er mikið af fiski víða í henni,“ sagði Axel Ingi Viðarsson er við spurðum hann um veiðitúrinn sem hann var að koma úr og var á leiðinni í Hítará  daginn eftir.

„Affallið er skemmtilegt svæði og allir fengu fiska, flugan Frábær gaf vel af fiski í túrnum. Veiðin hefur gengið vel hjá mér í sumar og margir laxar komnir á land. Hítará er næst en þar fór ég fyrst í fyrra og sú laxveiðiá býður upp á ýmislegt fyrir veiðimenn,“ sagði Axel sem ætlaði örugglega að reyna fluguna Frábær en Hítará, sem er vatnsmikil eins og fleiri ár í næsta nágrenni við hana þessa dagana, eftir miklar rigningar.

Axel Ingi Viðarsson með flottan lax úr Affallinu, sem hefur gefið 600 laxa

Veiðar · Lesa meira

Andrea maríu

Maríulax í Elliðaánum – veiðidellan heltekið veiðikonu

„Við vorum við veiðar í Elliðaánum í vikunni og urðum var við lax á öllum svæðum, en það var ekki fyrr en við fórum í Höfuðhyl að við löndum laxi, maríulaxinn staðreynd hjá Andreu Lindu,“ sagði Árni Þór Einarsson í samtali en  Elliðaárnar hafa gefið 644 laxa, sem er meiri veiði en á sama tíma í fyrra.

„Maríulaxinn tók lítinn sunray og þetta var tiu minutu barátta við fiskinn. Andrea Llind var svakalega hress með fiskinn og nú verður ekki aftur snúið, hún er komin með veiðidelluna,“ bætti Árni Þór við.

Mynd. Andrea Lind með maríulaxinn sínn úr Elliðaánum. Mynd Árni Þór 

Veiðar · Lesa meira

Stór úr Mýra

Fimmtán laxa dagur í Mýrarkvísl

Segja má að allt sé á suðupunkti við Mýrarkvísl þessa dagana. Gærdagurinn skilaði 15 löxum á land á stangirnar 4, nokkrum stórlöxum um eða yfir 80 sm, en einnig nýjum smálaxi sem gengur nú af miklum krafti eftir að sjatnaði í ánni í kjölfar vatnavaxta.

Tvær erlendar veiðikonur sem veiddu í Mýrarkvísl í gær lönduðu hvor sínum þremur löxunum og báðar fengu þær 90 sm fiska. Myndina af veiðikonunni með hænginn stóra tók Sunray Shadow á Straumbroti sem er staður nr. 49.

Veiðar · Lesa meira