Sjóbirtingur

Um

Sjóbirtingur (Salmo trutta morpha trutta)

Ríki: Animalia / Fylking: Chordata / Flokkur: Actinopterygil / Ættbálkur: Salmoniformers / Ætt: Salmonidae / Ættkvísl: Salmo

Sjóbirtingur er í raun urriði (Salmo trutta) sem líkt og laxinn dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út. Það gerist langoftast á vorin. Á haustin (september/október) ganga þeir síðan aftur í árnar, þar sem þeir ólust upp, og hafa þar vetursetu en ganga á haf út á nýjan leik næsta vor.

Sjóbirtingur er algengastur við vestur- og suðurströnd landsins en þar eru margar góðar sjóbirtingsár. Má þar meðal annars nefna Brúará, Grenlæk, Tungulæk, Vatnamót, Rangá og Hólsá. Sjóbirtingsveiði hefur aukist mjög á norðanverðu landinu og eru þar nokkrar mjög vinsælar ár, eins og Litlaá í Kelduhverfi, Brúará, Eyjafjarðará og Húseyjarkvísl.

Tímabil (Season)

Það má segja að tímabilið í sjóbirtingi skiptist í tvennt, annars vegar á vorin frá apríl og fram í maí og svo hins vegar á haustin frá því í lok ágúst og fram í október. Einhverjar undantekningar eru á þessu, helst þar sem sjóbirtingur hefur aðgang að ósasvæði þar sem hann getur sótt æti.

Veiðitímabil í öllum helstu sjóbirtingsám landsins eftir landssvæðum

Búnaður (Gear)

Stangir 

Sjóbirtingur er víða vænn í ám á Íslandi, jafnvel í okkar smæstu sjóbirtingsám. Því nota menn oftast nokkuð öflugar stangir til að geta tekist á við sterka og spræka fiska. Stangir sem eru 9-10′ og fyrir línur 7-8 og jafnvel “Switch”- stangir um 11′  fyrir sömu línustærð. Á vorin er ekki óvanalegt að nota sökklínu eða sökktopp til að koma flugunni niður í kalt vatnið til fisksins.

Taumur

Það er mat margra stangveiðimanna að sjóbirtingur sé baráttuglaðari og þyngri á stöngina en lax af svipaðri stærð. Af þeirri ástæðu er slitstyrkur taums, sem valinn er fyrir veiðar á vænum sjóbirtingi, gjarnan meiri en hjá laxinum.

Sverleiki og slitstyrkur taums sem notaður er í sjóbirting

Þvermál taums (tommur)Þvermál taums (mm)Stærð taumsSlitstyrkur í pundum
0.0112,7940x10
0.0123,048x112
0.0133,302x214
0.0143,556x316
0.0153,810x418

Flugur

Þar sem sjóbirtingur er í raun urriði, þá er algengt að notaðar séu sömu flugur á staðbundinn urriða og sjóbirting. Þó er það umtalað að sjóbirtingurinn sé ginkeyptari fyrir skærari litum, enda oft veiddur í skollituðu vatni. Lang algengast er að notaðar séu straumflugur í sjóbirtingsveiði, en þó er það orðið býsna algengt að menn noti kúlupúpur sem gera þeim kleift að sækja fiskinn dýpra.

Bestu flugurnar í sjóbirting

Shopping Basket