Stangveiði á Arnarvatnsheiði hefur svo sannarlega átt vaxandi vinsældum að fagna hin síðari ár og margir tekið ástfóstri við þetta vatnasvæði. Vötnin á heiðinni eru fjölmörg og fjölbreytileg og þrátt fyrir alla nútímatækni, t.d. með bættum samgöngum, má segja að enn séu ókönnuð svæði víða á heiðinni. Í vötnunum á Arnarvatnsheiði er bæði urriði og bleikja og sömu tegundir má finna í ám og lækjum. Almennt er stærð bleikjunnar í vötnunum 1 – 3 pund en urriðinn er 2 – 5 pund. Silungurinn á heiðinni þykir afbragðs matfiskur enda nóg æti fyrir hann, aðallega mývargur. Hann ber að varast, því flugan virðist fara í manngreinarálit. Sumir veiðimenn verða vart varir við flugu en aðrir eru útstungnir og bólgnir eftir veruna á heiðinni.
Fish Partner tekur við Arnarvatnsheiði
Fish Partner og Veiðifélag Arnarvatnsheiðar hafa gert með sér samning þess efnis að hið fyrrnefnda taki að sér sölu veiðileyfa á þessu margrómaða svæði, en óhætt er að segja að