Sagan af tilurð Hairy Mary

Sagan af tilurð Hairy Mary

Ein af klassísku laxaflugunum er Hairy Mary. Fluga sem flestir veiðimenn eiga eða ættu að eiga. Á bak við margar flugur eru skemmtilegar sögur. Sumar flugur státa reyndar af mörgum sögum og skiptir ekki endilega máli hvaða saga er réttust.

Flugan Hairy Mary. Sérlega góð síðsumars fluga. Ein af þeim sem stendur af sér alla tískustrauma. Ljósmynd/Veiðihornið

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Tæki í dorgið

Betra að fara varlega á ísdorginu

„Eftir einstaka veðurblíðu virðist veturinn vera mættur,“ segir Tómas Skúlason í Veiðiportinu og bætir við; „loksins komið frost og bara alvöru mínustölur í kortunum. Vötnin leggja eitt af öðru og dorgveiðimenn fara á stjá. Síðastliðin ár hefur verið mikil aukning á veiðimönnum sem stunda ísdorgveiði.

Þetta er þó drifið áfram af Pólverjum, Litháum og öðrum farandverkamönnum sem eru mun duglegri við þessa iðju en Íslendingar.

Til að mæta þessu höfum við í Veiðiportinu stóraukið vöruúrvalið fyrir ísdorgveiði.

Líklega er besta beitan hvítmaðkur sem við erum með, en einnig deig búið til úr blóðormi og allskonar beitukúlur með hvítmaðki, rækjum og blóðormi. Ísborar, ausur, standar fyrir stangirnar á ísnum og góðir veiðikassar sem hægt er að sitja á við veiðarnar,“ segir Tómas en bætir við að betra sé að fara varlega.

Athugið að ísinn getur verið varasamur!

5cm ís –  farið ekki út á ísinn 

10cm ís – heldur mönnum 

25cm ís – óhætt að fara með létt tæki eins og vélsleða og fjórhjól

30cm ís– óhætt að keyra minni bíla og jepplinga á ísnum 

40cm ís – óhætt að keyra stóra fjallabíla á ísnum 

Varist uppsprettur sem valda því að ís er mun þynnri þar og hættulegur öllum sem eru á ísnum.

Verið ávalt með 6 – 10 metra spotta eða snæri ef ske kynni að menn fari niður um vök.

„Förum varlega en förum að veiða. Ísdorgið styttir manni biðina eftir vorinu góða sem senn mun koma,“ segir Tómas ennfremur.

Tómas í Veiðiportinu með hvítmaðk/Ljósmynd Veiðiportið

Veiðar · Lesa meira

Anna á vordögum

Simmsdagar nú líka haldnir að hausti

Síðasti dagur veiðitímans er í dag. Sjóbrtingsárnar loka flestar í dag og sama er að segja um árnar á Suðurlandi sem byggja á sleppingum. Rangárnar og nokkrir nágrannar þeirra. Það er á þessum tímamótum sem rétt er að huga að frágangi á veiðibúnaði

María Anna Clausen skoðar vöðlur í vor á Simmsdögum. Ljósmynd/Veiðihornið

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Kursk Frances

Kursk spennandi í haustveiðina

Haustveiðin kallar oft á breyttar áherslur í veiðinni. Með kólnandi veðri fylgir oft tökuleysi og laxinn er búinn að sjá flestar flugur og það oft. Hann er lagstur og farinn að huga að hrygningu. Það er við þessar aðstæður sem oft þarf að taka fram þungavopnin.

Kursk Frances. Þessar eru öðruvísi og sökkva hratt. Ljósmynd/Veiðihornið

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Echostangir

Krafla – ný vefsíða

Krafla, sem er m.a. þekkt fyrir sölu á Echo veiðivörum, opnaði fyrir stuttu nýja og glæsilega vefsíðu, krafla.is. Flugustangirnar frá Echo hafa vakið mikla athygli og þykja ódýrar miðað við gæðin. Einnig eru fluguhjólin á frábæru verði og hin bestu kaup. Krafla.is býður upp á þekktar laxa- og silungaflugur og hefur haldið uppi heiðri þeirra fluguhönnuða Kristjáns Gíslasonar og Gylfa Kristjánssonar. Flestir stangveiðimenn þekkja hinar ódauðlegu Kröflur og Grímur, Iðu og Elliða og svo silungaflugurnar Mýslu, Krókinn og Beyki. 

Það er Stefán, sonur Kristjáns Gíslasonar, sem rekur krafla.is. Við hjá Veiðiheimum óskum honum til hamingju með nýju vefsíðuna.

Ljósmynd/Echo Fly Fishing  

Frétt – Veiðiheimar