Kursk Frances

Kursk spennandi í haustveiðina

Haustveiðin kallar oft á breyttar áherslur í veiðinni. Með kólnandi veðri fylgir oft tökuleysi og laxinn er búinn að sjá flestar flugur og það oft. Hann er lagstur og farinn að huga að hrygningu. Það er við þessar aðstæður sem oft þarf að taka fram þungavopnin.

Kursk Frances. Þessar eru öðruvísi og sökkva hratt. Ljósmynd/Veiðihornið

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Echostangir

Krafla – ný vefsíða

Krafla, sem er m.a. þekkt fyrir sölu á Echo veiðivörum, opnaði fyrir stuttu nýja og glæsilega vefsíðu, krafla.is. Flugustangirnar frá Echo hafa vakið mikla athygli og þykja ódýrar miðað við gæðin. Einnig eru fluguhjólin á frábæru verði og hin bestu kaup. Krafla.is býður upp á þekktar laxa- og silungaflugur og hefur haldið uppi heiðri þeirra fluguhönnuða Kristjáns Gíslasonar og Gylfa Kristjánssonar. Flestir stangveiðimenn þekkja hinar ódauðlegu Kröflur og Grímur, Iðu og Elliða og svo silungaflugurnar Mýslu, Krókinn og Beyki. 

Það er Stefán, sonur Kristjáns Gíslasonar, sem rekur krafla.is. Við hjá Veiðiheimum óskum honum til hamingju með nýju vefsíðuna.

Ljósmynd/Echo Fly Fishing  

Frétt – Veiðiheimar       

Phesant Tail

Lykkja í stað hnúts

Í einum af ferðum mínum í Laxá í Mývatnssveit, þegar ég hóf að stunda andstreymisveiði að kappi, lærði ég að veiða með lykkju. En hvað er nú það? 

Það var hann Gísli Rafn Árnason sem kenndi mér þetta “tricks”. Í stað þess að festa kúlupúpu með hnúti í tauminn er hún bundin í lykkju og látin vera laus þannig að hún geti færst fram og til baka. Þetta gefur henni aukið líf í vatni og líkist hún jafnvel lifandi agni. Þörf er á að nota sterkan taum, mæli með “fluorocarbon” en hef komist upp með að nota venjulegan Kamasan eða Seaguar. Oft, þá er ég með tvær flugur í einu og jafnvel báðar í lykkju.

Svínvirkar!        

Pétur í nesi

Það er alltaf verið að hnýta eitthvað

„Já veiðitíminn er að byrja og maður er alltaf hnýta eitthvað á hverjum degi,“ sagði snillingurinn Pétur Steingrímsson í Nesi í Aðaldal.  En við hittum hann á Húsavík í gær þegar við afhentum fyrsta eintakið af nýjasta Sportveiðiblaðinu sem komið er út en þar er forsíðuviðtal við Pétur og hefur vakið mikla athygli. 

Flugusafni hans Péturs

„Þetta viðtal er snilld hjá honum Ragnari Hólm Ragnarssyni, “ sagði Pétur um leið og hann tók að fletta blaðinu verulega spenntur. Á borðinu fyrir framan Pétur mátti sjá fjöldan allan af veiðiflugum sem hann hefur hnýtt upp á síðkastið og bera handbragði hans glöggt merki, bara snilldar fluguhnýtingar á ferðinni. 

Pétur er goðsögn í laxveiðinni og viðtalið tekið á tímamótum Sportveiðiblaðsins sem fluguhnýtarinn frá Nesi var verulega ánægður með. Það var fyrir mestu. Við María ljósmyndari kvöddum Pétur og hnýtingaberbegið sem hefur ótrúlega sögu að geyma auk fjölda glæsilegra veiðiflugna fluguhnýtarans frá Nesi sem laxinn um landið vítt og breitt stenst ekki.

Mynd. Pétur Steingrímsson frá Nesi og Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins kíkja í nýjasta tölublaðið þar sem m.a. er viðtal við Pétur. 
Mynd. Snilldarflugur eftir Pétur hnýttar síðustu vikurnar.     Mynd. María Gunnarsdóttir

Veiðar · Lesa meira