Einarsson

Einarsson verður hluti af Nám vörulínu

Nám Products hefur keypt vörumerki Einarsson Fly Fishing og munu hér eftir sjá um sölu og dreifingu á Einarsson fluguveiðihjólunum um allan heim. Af þessu tilefni skrifaði Steingrímur Einarsson upphafsmaður Einarsson hjólanna yfirlýsingu á Facebooksíðu sína.

Steingrímur stofnaði fyrirtæki utan um draum sinn, að smíða fluguveiðihjól. Einarsson hjólin eru nú orðin hluti af alþjóðlegri vörulínu. Ljósmynd/Golli

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Copper John green

Flugur á Veiðiheimum

Nú styttist í það að í boði verða bæði kúlupúpur og þurrflugur á Veiðiheimum. Hér er um sérvaldar gæðaflugur að ræða, hnýttar af sérfræðingum í Bandaríkjunum. Hugmyndin er að bjóða upp á nokkrar klassískar gerðir sem eru sívinsælar og veiðnar, en þó einnig óhefðbundin afbrigði. Hér að neðan má finna lýsingu á nokkrum þeirra. Vonandi eiga sem flestir eftir að njóta góðs af.

Pheasant Tail: Er sennilega ein mest notaða púpa á Íslandi og jafnframt sú veiðnasta. Verður til í nokkrum afbrigðum og stærðum, sumar þyngdar ef veiða þarf djúpt. Pheasant tail virkar vel á allar tegundir ferskvatnsfiska og hefur notkun hennar aukist undanfarið í laxveiði. Þó er hún ávallt mest notuð í silungsveiði.

Copper John: Vinsæl og mikið notuð fluga í silungveiði. Upphaflega hönnuð og hnýtt af John Barr og líkist einna helst steinflugu, þó þær séu ekki algengar á Íslandi. Þó hafa margir íslenskir veiðimenn trölla trú á flugunni og telja hana virka vel þar sem skötuorm er að finna. Hún hefur þann eiginleika að vera nokkuð þung, enda búkur hennar gerður úr koparvír. Því sekkur hún vel til fisksins og virkar vel með annarri flugu í svokölluðu “dropper setup”.

Lightning Bug: Hér er fluga sem allir silungsveiðimenn ættu að hafa í boxunum sínum. Hefur verið að ryðja sér til rúms hérlendis og er mjög vinsæl víða erlendis. Hönnuð af Larry Graham frá Kirkland í Washington fylki, Bandaríkjunum. Talin vera einna besta flugan þar í landi til að vekja á sér athygli vanlátra urriða. Gott er að eiga sem flest afbrigði hennar í boxinu!

Rainbow Warrior: Þessi fluga er lítið þekkt hérlendis en hefur reynst gífurlega vel í silungsveiði í Bandarikjunum. Hönnuðurinn á bak við hana er Lance Egan frá Salt Lake borg í Utah. Ekki var það ætlun hans að líkja eftir neinu sérstöku en svo vel vill til að fiskur virðist tengja hana fyrir ýmiss fæðuform. Ekki höfum við veiðimenn áhyggjur af því.

Ants: Frábærar í alla staði. Silungur getur orðið svo æstur í flugur í fljúgandi mauramynstri að hann tekur ekki neitt annað um tíma. Vængurinn gefur flugunni nægilegt flot til að vera á yfirborðinu á meðan kviðurinn brýtur yfirborðsfilmuna og líkir eftir fljúgandi maur sem berst við að komast upp úr vatninu. Þetta sér fiskurinn og tekur hana með offorsi, geggjað!

Klinkhammer: Klinkhammer er vinsæl fluga sem virkar vel í allri silungsveiði, á yfirborði eða rétt undir yfirborði. Hún var hönnuð af hollendingnum Hans van Klinken og ætlað að likja eftir caddis eða vorflugu sem eru að koma upp á yfirborðið. Klinkhammer er ósjaldan notuð sem auka fluga með púpu og virkað þá oft eins og tökuvari.

Iron Blue Dun: Vorflugueftirlíking og algjör klassík, sem er að finna í fluguboxum flestra þurrfluguveiðimanna á Bretlandseyjum. Líkist karlkyns flugum sem klekjast út allt tímabilið, furðu oft á slæmum veður dögum þegar varla aðra flugu er að sjá. Hönnuð af Pat Russel

Ljósmyndir/Runar Þór Björnsson – myndir í eigu Veiðiheima

Sagan af tilurð Hairy Mary

Sagan af tilurð Hairy Mary

Ein af klassísku laxaflugunum er Hairy Mary. Fluga sem flestir veiðimenn eiga eða ættu að eiga. Á bak við margar flugur eru skemmtilegar sögur. Sumar flugur státa reyndar af mörgum sögum og skiptir ekki endilega máli hvaða saga er réttust.

Flugan Hairy Mary. Sérlega góð síðsumars fluga. Ein af þeim sem stendur af sér alla tískustrauma. Ljósmynd/Veiðihornið

mbl.is – Veiði · Lesa meira

Tæki í dorgið

Betra að fara varlega á ísdorginu

„Eftir einstaka veðurblíðu virðist veturinn vera mættur,“ segir Tómas Skúlason í Veiðiportinu og bætir við; „loksins komið frost og bara alvöru mínustölur í kortunum. Vötnin leggja eitt af öðru og dorgveiðimenn fara á stjá. Síðastliðin ár hefur verið mikil aukning á veiðimönnum sem stunda ísdorgveiði.

Þetta er þó drifið áfram af Pólverjum, Litháum og öðrum farandverkamönnum sem eru mun duglegri við þessa iðju en Íslendingar.

Til að mæta þessu höfum við í Veiðiportinu stóraukið vöruúrvalið fyrir ísdorgveiði.

Líklega er besta beitan hvítmaðkur sem við erum með, en einnig deig búið til úr blóðormi og allskonar beitukúlur með hvítmaðki, rækjum og blóðormi. Ísborar, ausur, standar fyrir stangirnar á ísnum og góðir veiðikassar sem hægt er að sitja á við veiðarnar,“ segir Tómas en bætir við að betra sé að fara varlega.

Athugið að ísinn getur verið varasamur!

5cm ís –  farið ekki út á ísinn 

10cm ís – heldur mönnum 

25cm ís – óhætt að fara með létt tæki eins og vélsleða og fjórhjól

30cm ís– óhætt að keyra minni bíla og jepplinga á ísnum 

40cm ís – óhætt að keyra stóra fjallabíla á ísnum 

Varist uppsprettur sem valda því að ís er mun þynnri þar og hættulegur öllum sem eru á ísnum.

Verið ávalt með 6 – 10 metra spotta eða snæri ef ske kynni að menn fari niður um vök.

„Förum varlega en förum að veiða. Ísdorgið styttir manni biðina eftir vorinu góða sem senn mun koma,“ segir Tómas ennfremur.

Tómas í Veiðiportinu með hvítmaðk/Ljósmynd Veiðiportið

Veiðar · Lesa meira

Anna á vordögum

Simmsdagar nú líka haldnir að hausti

Síðasti dagur veiðitímans er í dag. Sjóbrtingsárnar loka flestar í dag og sama er að segja um árnar á Suðurlandi sem byggja á sleppingum. Rangárnar og nokkrir nágrannar þeirra. Það er á þessum tímamótum sem rétt er að huga að frágangi á veiðibúnaði

María Anna Clausen skoðar vöðlur í vor á Simmsdögum. Ljósmynd/Veiðihornið

mbl.is – Veiði · Lesa meira