Hvítá er hrein jökulsá þar til þverárnar bætast í hana á leið til sjávar. Víðast eru þær góðar laxveiðiár og líka ósar þeirra, þar sem þær sameinast Hvítá. Gíslastaðir er fornfrægt veiðisvæði í Hvítá. Það er á vesturbakka árinnar, við Hestfjall. Í gegnum tíðina hafa margir stórlaxar veiðst á svæðinu og mörg ævintýrin orðið til. Síðustu ár hefur sjóbirtingur aukist til muna.
Stórlax í fyrsta sinn á Gíslastöðum í Hvítá – 20 punda lax á land í gær
Pétur Pétursson með boltalax „Já þetta var meiriháttar í dag að veiða þennan 20 punda lax á svartan toby og það tók 20 mínútur að landa honum,“ sagði Pétur Pétursson eftir að