Vænn urriði

Afkastamestu urriðaárnar á Íslandi

Undanfarin ár hefur urriðaveiði aukið, jafnt og þétt, vinsældir sínar á Íslandi. Æ fleiri stangveiðimenn sækja í urriðan og velja þannig veiði jafnvel frekar en laxveiði. Þetta hefur gert það að verkum að ekki er lengur auðvelt að komast að í bestu ánum og hefur verð veiðileyfa hækkað en er að jafnaði ekki eins dýrt og laxveiðileyfi. Hér á landi eru margar stórkostlegar urriðaár og talið merkilegt hversu stór urriðin getur orðið í mörgum þeirra. En hverjar eru afkastamestu urriðaárnar. Hér að neðan er listi yfir þær 10 bestu og meðalveiði í þeim árin 1887 – 2020.

  1. Laxá ofan Brúa – 4222
  2. Laxá í Ásum – 2248
  3. Grenlækur – 1424
  4. Vatnsdalsá – 1116
  5. Laxá í Aðaldalur – 955
  6. Litlaá – 879
  7. Ármót Skaftár – 765
  8. Hróarholtslækur – 719
Þetta er fín útivera

Þetta er fín útivera

„Já ég skrapp bara í klukkutíma í Apavatn og það gekk fínt,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson er við heyrðum aðeins í honum. En silungsveiðin hefur víða gengið vel og veiðimenn að fá flotta veiði, fiskurinn virðist líka vera vel haldinn eftir veturinn. „Ég þurfti aðeins að kasta og þá bognaði stöngin en þegar ég hafi veitt nokkra var þetta komið gott, fín útivera þarna við vatnið. Fiskurinn var að taka Black nose dase, Olive nobbler og Gull nobbler. Það er fínt að skreppa aðeins og taka nokkur köst,“ sagði Ingólfur ennfremur.
Við fréttum af öðrum veiðimanni sem fór í Laugarvatn og fékk nokkra fiska þar. Eitthvað hafa veiðimenn líka reynt í Úlfljótsvatni og fengið þar eitthvað af fiski. 

Mynd. Ingólfur Kolbeinsson með flottan urriða úr Apavatni.

Veiðar · Lesa meira

Fjör í Litluá

Allir voru fiskarnir vel haldnir

„Þetta var ansi skemmtileg ferð í Litluá í Kelduhverfi, við áttum nokkra dagana núna í maí og spáin var ekki okkar megin,“ sagði Hafþór Óskarsson, sem fór með vöskum hópi í ána. „Það voru mínus 2 gráður og 8 – 10 metrar á sekúndu en sem betur fer lægði aðeins og það hlýnaði með degi hverjum þegar við voru mættir á staðinn.  Við veiðimenn vorum mikið spenntir að kynnast þessari á og enginn okkar hafði komið hingað áður, Bára staðarhaldari við Keldunes tók vel á móti okkur og fræddi okkur um sveitina og Litluá. Veiðihúsið er alveg til fyrirmyndar rúmgóð herbergi, gott eldhús og stór og notarleg borðstofa. 
Áin leynir á sér þetta er skemmtilegt veiðisvæði þar sem straumflugan er skæðust og okkur reyndist best með að nota þyngdan Black Ghost, hann átti 85% af veiddum fiskum. Síðan voru það ýmsar flugur sem gáfu rest, má þar nefna Bleikur Dýrbítur, Squirmy og Klinkhammer þurrfluga. Allir fiskar voru vel haldnir og veittu góða baráttu, þetta var virkilega gaman og allir ætla að mæta aftur að ári,“ sagði Hafþór um veiðiferðiferðina i Kelduhverfið.

Myndir: Fjör í Litluá.

Veiðar · Lesa meira

Elliðavatn veiði

Mynd dagsins

Veiðimaður einbeittur á svipinn kominn með fiskinn í háfinn við Helluvatn í gærkvöldi en margir voru að veiða við vatnið og einn og einn að fá´ann. Margir voru að veiða um allt vatnið, bæði Elliðavatn og Helluvatn. Veiðimenn að þenja flugustangirnar fram og til baka. Nokkru neðar í Elliðaánum var Atli Bergmann að landa flottum urriða og ennþá neðar í Elliðaánum var toppönd að veiða sér í matinn. Veiðitíminn er greinilega byrjaður á öllum vígstöðum þessa dagana. 

Mynd María Gunnarsdóttir

Veiðar · Lesa meira

Kleifar

Allt lék á reiðiskjálfi

Veiðin er byrjuð fyrir þó nokkru í Keifarvatni og eitthvað hefur veiðst af fiski. Allt hefur leikið á reiðiskjálfi á Reykjanesi síðustu daga og það fékk veiðimaður sem var við veiðar í vatninu að kynnast í vikunni. Sá hafði ekki veitt þarna fyrr og ekkert heyrt um skjálftahrinuna áður en veiðiferðin hófst þennan dag í Kleifarvatni. Veiðimaðurinn hóf veiðina sem gekk frekar rólega, einn og einn fiskur var að toga flotholtið niður, en varla meira en það. Hann hafði komið sér vel fyrir á steini við vatnið en skyldi ekkert í þessum titringi og látum í steinunum sem hann sat á.  Allt um kring lék á reiðiskjálfi en ekki flotholt mannsins sem átti helst að vera fyrir neðan vatnsborð.  Veiðimaðurinn var við veiðiskapinn um stundarsakir og fékk einn urriða en dreif sig síðan heim á leið en þar frétti hann svo af þessum stöðugu jarðhræringum við Kleifarvatn og nágrenni, hefði kannski verið betra að kynna sér áður en farið var í veiðiferðina, til að vita amk aðeins meira um staðhætti og mögulegar jarðskjálftahrinur í tíma og ótíma.

Mynd. Fallegt er við Kleifarvatn þegar allt er rólegt.

Veiðar · Lesa meira

Kalt en ágæt veiði

Kalt en ágæt veiði

„Við erum ekki búnir að fá neitt núna en fengum í fyrradag fiska, já það mætti vera hlýrra,“ sögðu veiðimenn sem við Elliðavatn og það var ekki nema tveggja gráðu hiti og næðingur. En það voru margir að veiða, fullt af liði og einn og einn fiskur að veiðast. Já veiðimenn á öllum aldri og neðar við Elliðaárnar, Ingimundur Bergsson hjá Veiðikortinu að landa flottum urriða í Höfuðhylnum. Og það er frekar kalt en fiskur að gefa sig, silungsveiðin byrjaði í Elliðaánum 1. maí og nokkrir fiskar hafa veiðst. Vatnið er gott í ánni þessa dagana.

Myndir. Við Elliðavatn þar sem veiðimenn hafa fengið fína veiði. Myndir María Gunnarsdóttir.

Veiðar · Lesa meira