Veiðimenn víða að veiða

Veiðimenn víða að veiða

Þrátt fyrir rysjótt veðurfar hafa veiðimenn víða verið að veiða og einhverjir að fá góðan afla.  Ísinn er þykkur og það þarf mikla hláku til að hann hörfi af vötnum landsins. Við heyrðum aðeins Tómasi Skúlasyni sem heyrir mikið af dorgveiðimönnum landsins.

Á Þingvallavatni

„Já frétti af Tomasz og Marcin vinum mínum sem skruppu á Þingvallavatn um síðustu helgi,“ sagði Tómas og bætti við: „Þeir fengu þrjár bleikjur og einn urriða en ísinn var líklega 35 – 40 sentimetra þykkur og veðrið fallegt þótt frostið væri -15 stig,“ sagði Tómas ennfremur.

Já veiðimenn hafa verið að dorga víða og ísinn er enn þykkur og útiveran góð. 

Flottur urriði á dorg á Þingvallavatni síðustu helgi

Veiðar · Lesa meira

Anna C

Stofnfundur Kvennaklúbbs SVAK

Stofnfundur kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK)

Næstkomandi mánudag verður öllum þeim konum sem hafa áhuga á stangveiði boðið á stofnfund kvennaklúbbs Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK). Áherslur klúbbsins verða á fræðslu um sportið, kastæfingar, hnýtingar og að fara í skipulagðar veiðiferðir saman.

Þetta er flott framtak og vonandi munu áhugasamar konur norðan heiða og víða mæta á þenna viðburð

Ekki er kominn staðsetning að viðburðinn en hann verður auglýstur síðar, fer eftir fjölda

Þeim sem hafa áhuga að skrá sig er bent á [email protected]

Ljósmynd/Matti Guss tók hana af Önnu Corfey við Fjarðará

Frétt unnið úr tilkynningu á svak.is

Helga G Lax

Loksins opið hús fyrir veiðimenn

Silungurinn verður í aðalhlutverki á fyrsta fræðslukvöldi ársins sem fer fram á sportbarnum Ölver í Glæsibæ fimmtudaginn 26. janúar, húsið opnar klukkan 19.00 og eru allir velkomnir. Veiðikonan Helga Gísladóttir og Ólafur Tómas Guðbjartsson „Dagbók urriða“ verða sérstakir gestir og að vanda verður stórglæsilegt happdrætti.

Sumir veiðimenn voru farnir að sakna opna hússins og smá fróðleiks.  Í Ölveri drekkti þjóðinn sorgum sínum yfir handboltanum fyrir fáeinum dögum og veiðimenn geta núna drekkt sorgum sínum yfir dýrari veiðileyfum sem hefur verið einkenni umræðunnar síðustu vikur í veiðiheimum.

En það styttist í næsta veiðisumar, ekki nema 66 dagar og eftir því eru allir að bíða.

Helga Gísladóttir með lax úr Andakílsá í Borgarfirði

Veiðar · Lesa meira

Margir stundað dorgveiði síðustu daga

Margir stundað dorgveiði síðustu daga

„Við fórum upp að Hafravatni fyrir tveimur dögum og þar voru nokkrir að veiða en margir stunda vatnið stíft og veiða ágætlega. Fiskurinn er frekar smár, en það er allt í lagi. Einn daginn fyrir skömmu voru allavega 10 til 15 að veiða hérna,“ sagði dorgveiðimaður sem hefur farið víða þessa dagana og ísinn á flestum vötnum er þykkur eftir mikla kuldatíð.

„Já það þarf að bora mikið, ísinn er hnausþykkur enda útiveran góð, bara að klæða sig vel og skoða veðurspána,“ sagði veiðimaðurinn ennfremur.

„Veiðimenn eru mikið að fá sér dorgveiðidót núna en við erum með fjölbreytt úrval,“ sagði Ingólfur Kolbeinsson í Vesturröst spurður um stöðuna í dorgveiðinni. „Mér finnst áhuginn fyrir dorgveiði alltaf vera að aukast,“ bætti Ingólfur við.

Hafravatn er vinsælt til dorgveiða og margir að veiða. Mynd /María Gunnarsdóttir

Veiðar · Lesa meira

Sumarið byrjar í Elliðaánum

Sumarið byrjar í Elliðaánum

„Ég og sonur minn Hilli erum bara bæði mjög bjartsýn á komandi sumar í veiðinni,“ sagði Sigríður Símonardóttir,  þegar hún var spurð um komandi sumar. Á næstu vikum munum við velja út nokkra veiðimenn víða um land og fá svar við spurningunni: „hvernig verður veiðisumarið?“

,,Við erum búin að sækja um í nokkrum veiðiám eins og Korpu, Leirvogsá og Elliðaánum. En svo verður farið í silung víða um land eins og í Hlíðarvatn í Selvogi og nokkrar ferðir í Hólaá. Við erum sannarlega spennt fyrir sumrinu eins og alltaf.

Sumarið byrjar á Kárastöðum í vor og laxveiðin byrjar í Elliðaánum í sumar.  Svo má bæta því við að líklega verður Varmá eitthvað stunduð og sonurinn er að fara sem leiðsögumaður þar næsta sumar, enda stutt frá, við búum í Hveragerði,“ sagði Sigríður ennfremur.

Ljósmynd/Sigríður Símonardóttir

Veiðar · Lesa meira

„Sleppi ekki kvennaferðinni í Veiðivötn“ segir María Hrönn Magnúsdóttir

„Sleppi ekki kvennaferðinni í Veiðivötn“ segir María Hrönn Magnúsdóttir

Hvernig verður veiðisumarið?

„Mér líst bara nokkuð vel á komandi veiðisumar og er algerlega farin að telja niður. Við hjónin erum búin að sækja um í ánum innan Reykjavíkursvæðisins, þ.e. Ellliðaánum, Korpu og Leirvogsá. Við bíðum enn eftir að sjá hvort við fáum úthlutað. Nú svo eru það að sjálfsögðu kvennaferðirnar sem enn bætir í hjá mér á hverju ári. Nú er stefnan að fara í nýja slíka í Ytri-Rangá í ágúst. Er mjög spennt fyrir því þar sem ég hef aldrei veitt í þeirri á. Ég var smá stund að fá leyfi frá Bóndanum fyrir þeirri ferð en útivistarleyfið fékkst að lokum. Nú ekki sleppir maður kvennaferðinni í Veiðivötn né þá kvennaferðunum í Langá. Það munu síðan detta eitthvað meira inn þegar líða fer að sumri.

Ég hef fulla trú á því að þetta sumar verði bara gott, erum við veiðimenn ekki alltaf bjartsýn á þessum tíma. Alla vega ætti að vera nægur snjór í fjöllunum og á hálendinu til að halda eitthvað í vatnsstöðuna. Nú er bara að bíða eftir að snjóa leysir og drífa sig út með stöngina og æfa sig og þá sérstaklega með tvíhenduna fyrir Ytri-Rangárferðina“.

Ljósmynd/María H. Magnúsdóttir

Veiðar · Lesa meira

Flottur á dorginu

Sjaldan betri aðstaða til dorgveiða – ísinn hnausþykkur

„Við fórum upp í Borgarfjörð um daginn og vestur á Mýrar, fengum nokkra fiska og ísinn er hnausþykkur þessa dagana. Maður þarf að hafa helling fyrir því að bora sig í gegnum ísinn núna, þetta var ansi góð útivera en skíta kuldi skal ég segja þér Bender, skítkalt,“ sagði veiðimaður sem fór á dorgveiðar fyrir skömmu og veiddi nokkra silunga.

Aðstaðan er fín þessa dagana, ísinn þykkur og fiskurinn í alveg þokkalegu tökustuði, það er fyrir mestu. Það þarf að klæða sig vel og kanna veðurspár, þá er ekkert að vandbúnaði til ferðalaga og renna fyrir fiski undir frosnu yfirborðinu.

Mynd /Litháinn með fiskinn stóra sem hann dorgaði í Hafravatni, 14 punda urriða

Veiðar · Lesa meira