Bleikja

Um

Atlandshafsbleikja (Salvelinus alpinus L)

Ríki: Animalia / Fylking: Chordata / Flokkur: Actinopterygil / Ættbálkur: Salmoniformers / Ætt: Salmonidae / Ættkvísl: Salvelinus

Ósjaldan kölluð heimskautableikja og er einn eftirsóttasti laxfiskur sem stangveiðimenn veiða í ám og vötnum á Íslandi. Fá lönd í heiminum geta státað sig af jafn fjölbreyttum og sterkum bleikjustofnum eins og Ísland. Hér þekkjast samtals fimm stofnar: kuðungableikja, sílableikja, ránbleikja, sjóbleikja og murta.

Fátt er skemmtilegra en að veiða bleikju á stöng. Hún hefur einstaklega áhugaverðan karakter, er dyntótt og klækjótt, getur tekið vel um stund en á það svo til að skipta um gír og lítur þá ekki við neinu sem henni er boðið. Sú staðreynd, að hún kýs sér fjölbreytilega fæðu, gerir hana að eftirsóknarverðu viðfangsefni veiðimanna. Því er mikilvægt, svo árangur náist, að vita talsvert um fæðuflóru bleikjunnar og hafa þekkingu á hegðun hennar og búsvæðavali. Þó að bleikju megi finna víða um Ísland, bæði í ám og vötnum, er bleikjuveiði og þá sérstaklega sjóbleikjuveiði misjafnlega góð eftir landshlutum.

Helstu sjóbleikjuárnar er að finna á Norðvesturlandi, Norðausturlandi og á Austurlandi. Nægir þar að nefna Víðidalsá og Vatnsdalsá í Húnavatnssýslu, Hjaltadalsá og Flókadalsá í Skagafirði, Hörgá og Eyjafjarðará í Eyjafirði og að lokum Norðfjarðará, Fögruhlíðará og Selfljót sem eru á Austurlandi.

Tímabil

Segja má að bleikju megi veiða allt árið um kring, á stöng að vori og fram á haust í ám og vötnum og svo yfir vetratímann í gegnum ís. Þó er ekki á vísan að róa í vatnaveiðinni, sum vötn eru sein að taka við sér á vorin og svo eru önnur þar sem varla veiðist fiskur er líða fer á haustið. Víða dólar sjóbleikjan við ósa og í lónum og því getur stangaveiði, þegar þannig háttar, hafist í lok maí eða byrjun júní. Vanalega gengur hún í árnar í byrjun júlí og eru aðal- göngurnar seinni partinn í þeim mánuði og fram í ágúst. Í lok ágúst og fram í september bætist geldbleikjan við sem er öllu smærri en hrygningarfiskurinn. 

Af þessu má áætla að aðalveiðitími á staðbundinni bleikju og hinsvegar sjóbleikju séu eftirfarandi:

Staðbundinn bleikja: frá því að ísa leysir af vötnum; lok maí eða í júní og fram í miðjan júlí.  Sjóbleikja: fyrripart júlí og fram í miðjan ágúst (hrygningarbleikja). Geldbleikja: Kölluð haustbleikja, tekur ekki þátt í hrigningu og kemur seinnipart ágústs og fram í september.

Veiðitímabil í helstu sjóbleikjuveiðiám Íslands eftir landsvæðum

VestfirðirByrjarEndar
Djúpadalsá10.0730.09
Gufudalsá01.0710.09
Skálmardalsá15.0731.08
Ósa í Bolungarvík01.0520.09
Bjarnarfjarðará20.0620.09
Séla í Steingr.firði15.0720.09
NorðvesturlandByrjarEndar
Austurá10.0610.09
Miðfjarðará23.0628.09
Bergá05.0725.08
Víðidalsá15.0610.10
Vatnsdalsá15.0510.09
Hofsá í Skagaf.15.0715.10
Hjaltadalsá20.0630.09
Grafará01.0715.09
Hrolleifsdalsá20.0620.09
Efri Flókadalsá23.0615.09
SuðvesturlandByrjarEndar
Hvíta – Seleyri10.0515.09
Hvíta – Bjarnastaðir15.0730.09
Hvíta – Stóri Ás15.0830.09
Hvítá – Signýjarstaðir20.0705.10
VesturlandByrjarEndar
Refsveina10.0615.09
Lambá15.0610.09
Vatnasvæði Lýsu01.0620.09
Haukadalsá efri15.0615.09
AusturlandByrjarEndar
Hofsá20.0620.09
Fögruhlíðarós01.0630.09
Selfljót20.0620.09
Fjarðará í Borgarf.20.0620.09
Fjarðará í Seyðisf.15.0720.09
Norðfjarðará15.0620.09
Eskifjarðará01.0715.09
Slettuá
Dalsá20.0620.09
Breiðdalsá01.0530.06
Búlandsá15.0820.09
Hamarsá15.0830.09
Jökulsá í Lóni10.0830.09
NorðausturlandByrjarEndar
Héðinsfjarðará15.0720.09
Ólafsfjarðará15.0720.09
Svarfaðardalsá01.0620.09
Hörgá01.0530.09
Eyjafjarðará01.0410.10
Fnjóská 5 sv.15.0720.09
Fjarðará í Hvalvatnsfirði01.0715.09
Skjálfandafljót18.0615.09
Brunná01.0410.10
Lónsá á Langanesi01.0530.10
SuðurlandByrjarEndar
Hólaá10.0410.01
Brúará01.0428.09
Kaldakvísl15.0530.09
Skógá06.0610.01

Búnaður

Stangir

Léttar stangir, 7 – 9’ að lengd og fyrir línu 4-6, eru oftast notaðar í sjóbleikjuveiði. Flestir kjósa að nota flotlínu, enda sækir bleikjan oft fæðu í yfirborðið eða heldur til í frekar grunnu vatni. Oft halda þó stærri bleikjurnar til í dýpra vatni, oft ofarlega í hyl eða á breiðu. Best er að ná til þeirra með að nota þyngri línur eða flugur og undanfarin ár hefur það tíðkast að nota svokallaða andstreymisaðferð með púpum. Kúlupúpa líkist oft fæðu sjóbleikjunnar og berst til hennar á svipaðan hátt.

Taumar

Val á taum og lengd hans, fer eftir því hvort veiða skal í á eða vatni: andstreymis, niður veiðistað, frá bakka, á straumflugu, þurrflugu, o.s.frv. Taumaefni frá 4 – 8 pundum ætti að duga við flestar aðstæður, en gott getur verið að eiga sterkara efni í vissum tilvikum. Jafnvel efni sem sekkur til að losna við notkun á sökkendum eða sökkvandi línum. Oft eru notuð svokölluð flotefni og sökkefni sem berast á tauminn sjálfan. Flotefni er einnig oft notað til að fá þurrflugur til að fljóta betur. 

Sverleiki og slitstyrkur taums sem notaður er í bleikjuveiði

Þvermál taums (tommur)Þvermál taums (mm)Stærð taumsSlitstyrkur í pundum
0.0061,5245x4,0
0.0071,7774x5,0
0.0082,0323x6,0
0.0092,2862x7,0
0.0102,5401x8,5
0.0112,7940x10
0.0123,048x112

Flugur

Bleikja sækir í hvort tveggja, eitthvað sem er skært á lit og það sem líkist náttúrulegri fæðu hennar. Sjóbleikja, sem er að ganga, getur eina stundina tekið nánast hvað sem er en á það svo til að vilja ekkert nema litlar púpur eða þurrflugur sem líkjast fæðu hennar. Veiðimenn geta upplifað hvort tveggja í veiðiferðum sínum og því er gott að vera með fjölbreytt úrval af flugum. Í vatnaveiði er valið oft hefðbundið en einnig þreyfa menn sig áfram og hitta gjarnan á flugu sem gefur vel um tíma. Þegar takan hættir snögglega, þarf að vanda valið og finna annað sem virkar. Hér að neðan er samsafn af bleikjuflugum sem veiðimeinn ættu að hafa í boxinu.

Vinsælustu flugurnar í sjóbleikju

Shopping Basket