Urriði

Um

Urriði

Ríki: Animalia / Fylking: Chordata / Flokkur: Actinopterygil / Ættbálkur: Salmoniformers / Ætt: Salmonidae / Ættkvísl: Salmo

Urriði (Salmo trutta) er af laxaætt líkt og lax (Salmo salar) og bleikja (Salvelinus alpinus). Hann lifir ýmist alfarið í ferskvatni eða þá í sjó og ferskvatni og kallast þá sjóbirtingur. Vatnaurriði dvelur fyrsta skeið ævi sinnar í á en þegar hann stækkar gengur hann í stöðuvatn. Þar dvelur hann fram að kynþroska og fer þá í nærliggjandi á til að hrygna. Fæða urriða eru ýmiss konar vatnadýr eins og sniglar, vorflugur, mý og smáfiskar, t.d. hornsíli.

Á Íslandi eru margar þekktar urriðaveiðiár og nægir að nefna Laxá í Þingeyjarsýslu, Litluá í Kelduhverfi og Minnivallarlæk. Hér er einnig að finna gífurlega auðug urriðavötn, t.d. Þingvallavatn, Veiðivötn og Skjálftavatn.

Urriðaveiði er eftirsótt sport og vinsælustu svæðin eru oftast nær uppbókuð með löngum fyrirvara.

Veiðitímabil

Besti tími til að veiða urriða er á vorin og hefst litlu fyrr sunnanlands en fyrir norðan. Með vissu má segja að seinnipartur maí og fyrripartur júní sé besti tíminn í ám og vötnum á Suður- og Vesturlandi. Á Norðurlandi er hins vegar besti tíminn aðeins seinna, allur júnímánuður og fyrripartur júlí. Bæði sunnanlands og á Norðurlandi getur urriðaveiði seinnihluta ágúst og fyrrihluta september verið býsna góð.

Veiðitímabil í helstu urriðaveiðiám Íslands eftir landssvæðum

SuðvesturlandByrjarEndar
Elliðaár – Urriðaveiði01.055.06
Norðlingafljót15.0631.08
Norðurá – Flóðatangi01.0631.08

NorðvesturlandByrjarEndar
Austurá – silungasvæði10.0620.09
Geiraldslækur10.0620.09
Vatnsdalsá15.0510.09
Fremri – Laxá á Ásum25.0615.09
Blöndukvíslar20.0630.09
Svartá í Skagafirði01.0615.09

AusturlandByrjarEndar
Rangá20.0610.09
Kelduá01.0715.09
Múlaá01.0631.08
Grímsá20.05
Selfljót20.0520.09

VesturlandByrjarEndar
Lambá10.0610.09

NorðausturlandByrjarEndar
Djúpá – silungasvæði28.0625.09
Svartá í Bárðardal01.0631.08
Reykjadalsá01.0430.09
Eyvindarlækur01.0420.09
Arnar- og Helluvaðsá01.0630.09
Kráká01.0630.09
Laxá – Haganes01.0631.08
Laxá – Mývatnssveit29.0526.08
Laxá – Laxárdalur31.0526.08
Laxá – Presthvammur01.0420.09
Laxá – Staðartorfa20.0520.09
Laxá – Syðra Fjall01.0420.09
Laxá – Múlatorfa20.0520.09
Laxá – Hraun01.0631.08
Mýrarkvísl – vorveiði01.0410.06
Litlaá01.0410.10
Brunná01.0410.10
Fremri-Deildará15.0620.09
Lónsá á Langanesi01.0530.10

SuðurlandByrjarEndar
Varmá01.0420.10
Hólaá – Útey10.0410.10
Hólaá – Austurey10.0410.10
Fullsæll01.0430.09
Tungufljót – silungasvæði01.0420.09
Voli01.0620.10
Fossá – silungasvæðiapríl/maí30.09
Minnivallarlækur01.0430.09
Ytri-Rangá – urriðasvæði01.0430.09
Galtalækur01.0415.09
Tungufljót í Skaftártungu 01.0420.10

Búnaður

Stangir

Lítlar ár og heiðarvötn: Stangir sem eru 8′ – 9.6′ fyrir línu 2-6. Miðlungs ár: Stangir sem eru 9′ – 9.6′ fyrir línu 5-7. Stórar ár: Stangir sem eru 9′ – 9.6′ og einnig Switch stangir um 11′. Þarna hentar að vera með línur frá 6 – 8

Taumur

Ekki ólíkt og í bleikjuveiði er slitstyrkur taums í urriðaveiði einna helst valinn eftir aðstæðum og gerð veiðisvæða. Hvort sem það eru litlir lækir, heiðarvötn eða þekkt stórurriðasvæði í ám og vötnum þá er það oftast þekking manna, ábending eða tilfinning sem ræður vali á taumi.

Sverleiki og slitstyrkur taums sem notaður er í urriðaveiði

Þvermál taums (tommur)Þvermál taums (mm)Stærð taumsSlitstyrkur í pundum *
0.0061,5245x4,0
0.0071,7774x5,0
0.0082,0323x6,0
0.0092,2862x7,0
0.0102,5401x8,5
0.0112,7940x10
0.0123,048x112

Flugur

Á árum áður voru það einna helst votflugur og fáeinar straumflugur sem menn notuðu í urriðaveiði. Hver man ekki eftir Watson Fancy, Connemara Black, Alder, Alexöndru, Bloody Butcher og Red Tag? Til eru veiðimenn sem halda í hefðina og eru enn í dag að nota þessar flugur. Flestir hafa þó gefið þær upp á batinn og nota lang mest púpur, aðallega þá með kúlu. Ýmsar straumflugur halda vinsældum sínum, þótt notkun á þeim hafi nú almennt minnkað. Á sama tíma hafa veiðimenn tamið sér meira að nota þurrflugu og finnst fátt skemmtilegra í urriðaveiði.

Hér að neðan eru 16 mest notuðu flugur í urriðaveiði á Íslandi

Shopping Basket