Lax

Um

Atlandshaflax (Salmo Salar L)

Ríki: Animalia / Fylking: Chordata / Flokkur: Actinopterygil / Ættbálkur: Salmoniformers / Ætt: Salmonidae / Ættkvísl: Salmoninae

Ísland er í hópi bestu laxveiðlanda í heiminum og fátt jafnast á við að veiða í kristallstærri á í óbyggðum landsins. Talið er að laxveiðar hafi þekkst hér frá fyrstu tíð, þótt líklegt sé að aðrar aðferðir hafi verið notaðar við veiðarnar en í dag. Englendingar fóru að venja komur sínar til Íslands snemma á síðustu öld til að stunda laxveiðar á stöng. Í kjölfarið fór einnig að bera á heimamönnum við laxveiðiárnar og laxveiði varð vinsælt sport fljótlega eftir seinni heimstyrjöld.

Kristján X. Danakonungar við veiðar í Elliðaám 1921 (Byggðakönnun, borgarhluti 7 – Árbær, Rvk. 2017)

Áhugi manna jókst jafnt og þétt og í seinni tíð hefur lax eingöngu verið veiddur í ferksvatni. Stofnuð hafa verið veiðifélög sem hafa átt frumkvæði að því að glæða áhuga Íslendinga og erlendra gesta á laxveiði. Seinna fór að tíðkast að stangaveiðifélög, áhugasamir einstaklingar eða þjónustufyrirtæki leigðu veiðiréttinn af landeigendum eða bændum. Þessir aðilar fóru síðan að bjóða veiðileyfi til sölu. Hafði þetta þær afleiðingar að verð veiðileyfa hækkaði smám saman og einnig ýmiss laxveiðitengd þjónusta. Framboð á laxveiðileyfum í dag er mikið og leyfin ekki öll dýr. Hér á vefnum ættu flest allir að geta fundið laxveiðileyfi við sitt hæfi, miðað við fjárhag og getu. Allir verða að byrja einhvers staðar.

Tímabil

Á Íslandi er veiðitímabilið styttra en þekkist víða í öðrum löndum. Algengt er að það sé um 90 dagar þó að sumar ár, sérstaklega þar sem stunduð er hafbeit, séu opnar lengur.

Veiðitímabil í öllum helstu laxveiðiám landsins eftir landssvæðum

SuðvesturlandByrjarEndar
Elliðaár21.0615.09
Korpa27.0622.09
Leirvogsá25.0622.09
Laxá í Kjós25.0625.09
Brynjudalsá28.0628.09
Laxá í Leirársveit14.0619.09
Andakilsá20.0630.09
Grímsá22.0628.09
Flókadalsá18.0620.09
Reykjadalsá20.0630.09
Þverá & Kjarrá05.0610.09
Norðurá06.0612.09
Gljúfurá25.0630.09

VestfirðirByrjarEndar
Vatnsdalsá á Barðárströnd01.0716.09
Móra20.0620.09
Laugardalsá15.0615.09
Langadalsá01.0726.09
Hvannadalsá20.0625.09
Krossá í Bitrufirði30.0620.09

NorðausturlandByrjarEndar
Fnjóská18.0620.09
Skjálfandafljót18.0615.09
Reykjadalsá í Reykjadal01.0730.09
Laxá í Aðaldal20.0620.09
Mýrarkvísl10.0620.09
Deildará20.0620.09
Svalbarðsá01.0714.09
Sandá24.0619.09
Hölkná í Þistilfirði01.0727.09
Hafralónsá24.0620.09
Miðfjarðará í Bakkafirði05.0715.09

SuðurlandByrjarEndar
Sogið – Syðri Brú25.0625.09
Sogið – Bildsfell28.0623.09
Sogið – Ásgarður10.0731.09
Sogið – Alviðra28.0623.09
Sogið – Þrastarlundur28.0630.09
Sogið – Tannast.tangi24.0624.09
Tungufljót24.0601.01
Stóra-Laxá30.0630.09
Stóra-Laxá IV27.0620.09
Fossá15.0730.09
Ytri-Rangá20.0619.01
Eystri-Rangá15.0620.01
Hólsá – Vesturbakki20.0620.01
Hólsá – Austurbakki23.0620.01
Hólsá – Borgarsvæði20.0620.01
Þverá í Fljótshlíð01.0720.01
Affall1.0727.01
Vatnsá22.0710.01
VesturlandByrjarEndar
Langá21.0624.09
Hítará18.0620.09
Haffjarðará19.068.09
Straumfjarðará20.0619.09
Hörðudalsá01.0730.09
Miðá01.0730.09
Haukadalsá20.0617.09
Laxá í Dölum01.0730.09
Fáskrúð30.0630.09
Flekkudalsá01.0711.09
Krossá á Skarðsströnd01.0720.09
Búðardalsá01.0712.09
Hvolsá & Staðarhhólsá01.0530.09

NorðvesturlandByrjarEndar
Hrútafjarðará01.0730.09
Miðfjarðará15.0619.09
Víðidalsá24.0624.09
Vatnsdalsá18.0624.09
Laxá á Ásum20.0618.09
Blanda05.0605.09
Blanda 420.0620.09
Svartá01.0730.09
Laxá á Refasveit01.0720.09
Hallá21.0622.09
Sæmundará20.0620.09
Húseyjarkvísl24.0624.09
Fljótaá í Fljótum05.0720.09

AusturlandByrjarEndar
Selá í Vopnafirði27.0615.09
Vesturdalsá01.0715.09
Hofsá í Vopnafirði25.0625.09
Sunnudalsá
Jökla01.0730.09
Breiðdalsá8.0730.09
Selá í Álftafirði01.0730.09

Búnaður

Stangir

Litlar laxveiðiár: Stangir sem eru 9′ – 9.6′ og fyrir línur 6 eða 7. Miðlungs laxveiðiár: Stangir sem eru 9′ – 9.6′ og einng nettar Switch stangir, fyrir línur 7-9. Stórar laxveiðár: Switch stangir, um 11′ eða tvíhendur 13′ – 15′ fyrir línur 7 – 11

Taumar

Taumaflóran í laxveiðinni er mikil en hver veiðimaður hefur sína skoðun á því hvað sé hentugt hverju sinni. Sumir kaupa alltaf sömu gerðina en aðrir prófa sig áfram og gera lítinn greinarmun á tegundum. Eitt er þó víst að þegar á hólminn er komið vilja menn hafa slitstyrk taumsins réttan miðað við þær aðstæður sem þeir geta lent í. Hér að neðan er tafla sem getur nýst mönnum við val á réttum taumi eða til viðmiðunar.

Sverleiki og slitstyrkur taums sem notaður er í laxveiði

Þvermál taums (tommur)Þvermál taums (mm)Stærð taumsSlitstyrkur í pundum *
0.0123,048x112
0.0133,302x214
0.0143,556x316
0.0153,810x418

Flugur

Margt hefur breyst í fluguvali laxveiðimanna í gegnum tíðina. Lengi vel þekktist vart annað en tvíkrækjur, stærðir 1.0 og 2.0 með enskum nöfnum, líkt og Jock Scott, Green Highlander, Thunder & Lightning and Stout’s Tail. Svo fór að bera á flugum sem þóttu ómissandi, eins og Frances, Blue Charm, Munroe Killer og Hairy Mary. Fyrst notuðust menn eingöngu við tvíkrækjur, svo urðu þríkrækjurnar vinsælar og þá bættust í flóruna nokkrar vinsælar íslenskar flugur. Má þar nefna Grímu og Kröflu eftir Kristján Gíslason, Laxá-Blá og Dimm-Blá eftir Þórð Pétursson og svo seinna Haug og Nagla eftir Sigurð Héðinn. Í dag eru fáir sem halda til laxveiða nema taka með sér Sunray Shadow, í mörgum gerðum, en sennilega er hún ein mest notaða fluga á Íslandi. Fátt er skemmtilegra en að láta flugu/túpu: “hitch” kljúfa yfirborðið á spegilsléttum vatnsfleti og sjá lax koma í loftköstum til að taka hana. Allir stangveiðimenn eiga sér uppáhalds laxaflugu og eru vopnaðir boxi með öllum þeim flugum sem þeir hafa mesta trú á. Það eru þó gegnum gangandi sömu flugurnar sem gefa flesta laxana á landsvísu.

Vinsælustu og mest notuðu laxaflugurnar

Shopping Basket